
18. og 19. október 2023, kl. 9 - 12
Staðsetning : Borgartúni 29, 2. hæð
Verð: 59.900 kr.
FIGMA HÖNNUNARKERFI FYRIR BYRJENDUR
Figma hönnunarkerfi fyrir byrjendur
🗓️ Hvenær? 18. okt (miðvikudagur) og 19. okt (fimmtudagur), kl. 9-12
📍 Hvar? Borgartúni 29, 2 hæð.
🏷️ Verð? 59.900 kr. (Stéttarfélög veita allt að 90% styrk)
Fyrir hverja?
Námskeiðið er tilvalið fyrir markaðsfólk, vefstjóra, fyrirtækjaeigendur, frumkvöðla og alla þá sem vilja taka sín fyrstu skref í Figma
Á námskeiðinu munu þátttakendur læra
👉 Kynning, uppsetning og samvinna í Figma
👉 Hvernig á að setja upp skipulag og hönnunarkerfi fyrir alla hönnun
👉 Notkun ramma, lita, texta, týpógrafía o.s.frv.
👉 Gerð einfaldra auglýsinga
👉 Notkun á viðbótum (Plugins)
👉 Leita og nýta sér hönnun frá Figma Samfélaginu (Figma Community)
Unnin verða verkefni þar sem farið verður inn í tólið og búið til einfaldar auglýsingar.
Umsagnir frá þátttakendum
„Komið inn á helling af viðbótum (plugins) sem spara tíma.“
„Líflegt og fræðandi námskeið“
„Afslappað og þægilegt námskeið þar sem kennarinn kom efninu vel frá sér.“
„Gott skipulag og tólið kom mér skemmtilega á óvart.“
Um kennara
Birgir Hrafn Birgisson hefur áratugalanga reynslu af vef- og markaðsmálum. Síðustu ár hefur hann aðstoðað stærri fyrirtæki í vöru- og vefþróun þar sem hans styrkleiki er að skapa frumhönnun (e. concept design) byggt á gögnum. Þar að auki hefur Birgir reynslu af auglýsingagerð, bóka- og kynningagerð með Figma.
Í dag stýrir Birgir stafrænni þróun hjá Digido og kennir sömuleiðis námskeið fyrir byrjendur á gervigreindartólin ChatGPT, Midjourney o.fl.
Aðrar upplýsingar
Námskeiðið er tveir dagar en kennt er í þrjá tíma í senn.
Stéttarfélög veita allt að 90% styrk af námskeiðisgjaldi.
Frekari upplýsingar veitir Andri Már í síma 864-4282 eða andri@digido.is.