Scroll

Hvenær? 2. og 3. maí 2023, kl. 9 - 12

Hvar? Borgartúni 29, 2. hæð

Verð: 49.900 kr.

Google Ads námskeið (stað- og fjarkennsla)

Google Ads er stærsta auglýsingakerfi heims og býður upp á spennandi kosti fyrir fyrirtæki af öllum stærðum í öllum geirum. Kostaða leitin gefur fyrirtækjum kost á að kaupa sýnileika á leitarorðum á langvinsælustu leitarvél heims og Google Display netið býður upp á stærsta auglýsinganet heims með yfir 2 milljónum vefsíðna.

Námskeiðið verður líka í boði á  fjarkennsluformi fyrir þá sem það vilja. Þar skrá þátttakendur sig inn í gegnum Zoom fjarfundabúnaðinn og fer kennsla og umræður fram þar. Þátttakendur fá upptöku senda af námskeiðinu. Vinsamlegast takið fram undir „Frekari upplýsingar“ ef þið viljið koma á fjarnámskeið frekar.

Á námskeiðinu munu þátttakendur læra

  • Uppsetningu, strúktúr og rekstur herferða í kostaðri leit og á Google Display netinu
  • Hvernig uppboðskerfið virkar
  • Velja leitarorð og setja upp árangursríkar auglýsingar í kostuðu leitinni
  • Miðunarmöguleika (e. targeting) á Google Display netinu og YouTube
  • Að meta árangur herferða

Unnin verða verkefni þar sem farið verður inn í tólið og herferðir gerðar frá a til ö.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er tilvalið fyrir markaðsfólk, vefstjóra, fyrirtækjaeigendur, frumkvöðla og þá sem ætla að taka sín fyrstu skref með Google Ads.

Umsagnir frá þátttakendum

„Þægileg og góð nálgun á efninu. Einfaldar mikið fyrstu skrefin.“

„Komið inn á helling af nýjum hlutum sem munu nýtast.“

„Mjög skýrt og Andri mjög hjálplegur.“

„Frábær kennari sem kom efninu vel frá sér.“

„Kennarinn kom efninu vel til skila á skipulagðan hátt.“

Um kennarann

Andri Már Kristinsson hefur 15 ára reynslu af markaðsmálum. Árin 2010 – 2012 starfaði hann hjá Google við að aðstoða norska auglýsendur við rekstur Google Ads. Frá 2012 til dagsins í dag hefur Andri hjálpað íslenskum fyrirtækjum við að ná betri árangri í markaðsmálum í gegnum netmiðla. Meðal fyrirtækja sem Andri hefur starfað með eru Icelandair, Landsbankinn, Domino’s, Bláa lónið og Arion banki.

Andri hélt sitt fyrsta Google Ads námskeið 2011.

Aðrar upplýsingar

Námskeiðið er tveir dagar en kennt er í þrjá tíma í senn.

Stéttarfélög veita allt að 90% styrk af námskeiðisgjaldi.

Frekari upplýsingar veitir Andri Már í síma 864-4282 eða andri@digido.is.