Scroll

3. og 10. mars 2022, kl. 9 - 12

Staðsetning : Borgartúni 29, 2. hæð

Markaðssetning á netinu fyrir byrjendur - 3. og 10. mars (stað- og fjarkennsla)

Langar þig að kynnast leyndardómum markaðssetningar á netinu og öðlast góðan skilning og færni í öllum helstu tólunum?

Á þessu námskeiði ætlum við að fara yfir allt það helsta er við kemur markaðssetningu á netinu. Uppsetning auglýsingaherferða á Facebook og Instagram, Google auglýsingar, email markaðssetning með Mailchimp, tölfræðigreiningar með Google Analytics, leitarvélabestun og allt þar á milli.

Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í markaðssetningu á netinu og langar að öðlast grunn þekkingu og færni í öllum helstu tólunum markaðssetningar. Við leggjum ríka áherslu á að vinna inní tólunum sjálfum svo nemendur geti öðlast sjálfstæði við markaðssetningu.

Við bjóðum svo einnig upp á ítarlegri námskeið í Facebook auglýsingum og Google auglýsingum fyrir þá sem hafa öðlast grunn færni í tólunum og vilja auka þekkingu sína enn frekar.

Námskeiðið verður líka í boði á  fjarkennsluformi fyrir þá sem það vilja. Þar skrá þátttakendur sig inn í gegnum Zoom fjarfundabúnaðinn og fer kennsla og umræður fram þar. Þátttakendur fá upptöku senda af námskeiðinu. Vinsamlegast takið fram undir „Frekari upplýsingar“ ef þið viljið koma á fjarnámskeið frekar.

Á námskeiðinu munu þátttakendur læra

  • Að setja upp fyrstu Facebook og Instagram auglýsingar.
  • Setja upp Google auglýsingar (kostuð leit, Google Display netið og YouTube)
  • Uppsetning email herferða í Mailchimp
  • Hvað þarf að hafa í huga í leitarvélabestun
  • Að skoða og greina gögn með Google Analytics
  • Önnur gagnleg tól og tæki

Unnin verða verkefni þar sem farið verður inn í tólin og herferðir settar upp.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í markaðssetningu á netinu en vilja auka færni sína í að vinna með öll helstu tólin.

Um kennarana

Andri Már Kristinsson hefur 15 ára reynslu af markaðsmálum. Árin 2010 – 2012 starfaði hann hjá Google við að aðstoða norska auglýsendur við rekstur Google Ads. Frá 2012 til dagsins í dag hefur Andri hjálpað íslenskum fyrirtækjum við að ná betri árangri í markaðsmálum í gegnum netmiðla. Meðal fyrirtækja sem Andri hefur starfað með eru Icelandair, Landsbankinn, Domino’s, Bláa lónið og Arion banki.

Arnar Gísli Hinriksson hefur yfir 10 ára reynslu af markaðsmálum og þá fyrst og fremst á netinu. Árin 2010-2012 starfaði hann sjálfstætt fyrir smærri fyrirtæki í að finna sér stað á netinu bæði með því að smíða eigin vefi og í auglýsingalausnum þess tíma. Frá 2012 hefur Arnar hjálpað fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum við að ná betri árangri í markaðsmálum gegnum netmiðla. Meðal þessara fyrirtækja eru CCP games, Nox Medical, Meniga, Blue lagoon og Arion banki.

Arnar Gunnarsson hefur starfað við markaðssetningu á netinu í yfir 5 ár.

Aðrar upplýsingar

Léttar veitingar í boði.

Gætt verður að sóttvörnum og verður a.m.k. tveir metrar á milli þátttakenda auk þess sem aðgangur verður að handsótthreinsi og andlitsgrímum.

Stéttarfélög veita allt að 90% styrk af námskeiðisgjaldi.

Frekari upplýsingar veitir Andri Már í síma 864-4282 eða andri@digido.is.