Hvað er Hubspot
Við erum samstarfsaðili Hubspot á Íslandi
Viðskiptatengslakerfi (e. CRM)
Markaðssetning
Sameinaðu allt markaðsstarf í einu kerfi, búðu til flæði og sjálfvirknivæddu ferlana.
Tölvupóstar
Viðhaltu samskiptum við núverandi og verðandi viðskiptavini með tölvupóstakerfinu.
Samfélagsmiðlar
Sameinaðu og stýrðu samfélagsmiðlum og auglýsingum undir einum hatti.
CRM kerfi
Haltu utan um öll samskipti við viðskiptavinina þína gegnum viðskiptatengslakerfið (e. CRM)
Um
Hubspot
Hubspot er hugbúnaður sem byggir á markaðssetningu eigin miðla (e. inbound marketing) og hefur verið notað í markaðssetningu sem viðskiptatengslakerfi (e. CRM – Customer relationship management).
Kerfið hefur verið í mikilli þróun síðastliðin ár og er orðið viðamikið og hjálpar fyrirtækjum við að fjölga fyrirspurnum (e. lead generation), sjálfvirknivæða markaðsaðgerðir (e. marketing automation) og halda utan um sölu. Þá styður kerfið einnig við þjónustu núverandi viðskiptavina (e. service management) t.d. með því að tengja allar stafrænar samskiptaleiðir fyrirtækisins saman á einn stað.
Helsti styrkleiki kerfisins er svo fólginn í að tengja allar þessar rásir saman og flæði notandans í gegnum ólíka miðla, vefi og kerfi. Það gerir fyrirtækjum kleift að fylgjast með og skilja betur viðskiptavini.
Þetta kann að hljóma frekar flókið en í grunninn auðveldar kerfið þér að halda utan um allt markaðsstarf og samskipti úr einu kerfi.
Viltu lesa meira um kerfið? Skoðaðu Hubspot.com