Scroll

4. og 5. október 2023, kl. 9 - 12

Staðsetning : Borgartúni 29, 2. hæð

Verð: 59.900 kr.

FACEBOOK (META) ADS FYRIR LENGRA KOMNA

Facebook (Meta) Ads fyrir lengra komna

🗓️ Hvenær? 4. okt (miðvikudagur) og 5. okt (fimmtudagur), kl. 9-12
📍 Hvar? Borgartúni 29, 2 hæð.
🏷️ Verð? 59.900 kr. (Stéttarfélög veita allt að 90% styrk)

Fyrir hverja?

Námskeiðið er tilvalið fyrir sérfræðinga í markaðsmálum, markaðsfólk, vefstjóra og þá sem hafa þegar tekið fyrstu skrefin í Facebook Business Manager og vilja auka færni sína í notkun auglýsingakerfisins fyrir pixla og gagnaborða. 

Á námskeiðinu munu þátttakendur læra

👉 Uppsetningu stærri og fjölbreyttari herferða í Facebook Business manager
👉 Kafað í virkni Facebook Pixel og conversion herferða (t.d. Shopify, Bókun og WooCommerce)
👉 Uppsetning sérsniðinna markhópa (e. custom audience) og endurmarkaðssetningu (e. retargeting)
👉 Uppsetningu Meta gagnaborða með Looker Studio
👉 Uppsetningu herferða fyrir mismunandi geira (t.d. ferðaþjónusta, smásala, B2B, hugbúnaður ofl.)

Á námskeiðinu verða verkefni unnin í tólinu og herferðir byggðar frá grunni.

Umsagnir frá þátttakendum

„Góð yfirferð hjá Arnari. Opinn fyrir spurningum og einstaklega fagmannlegur í að svara þeim með því að útskýra og taka sýnidæmi. Frábært námskeið!“
„Miðað við hversu flókið kerfið er sem slíkt þá kom kennarinn helstu efnistökum vel til skila og fór yfir það mikilvægasta svo nemendurnir geti hámarkað þekkingu og færni á kerfið.“
„Lítill og góður hópur. Afslappað andrúmsloft. Persónuleg nálgun og aðstoð.“
„Einfalt og árangursríkt. Hlakka til að byrja að búa til herferðir“

Um kennara

Arnar Gísli Hinriksson hefur yfir 13 ára reynslu af markaðsmálum og þá fyrst og fremst á netinu. Frá 2012 hefur Arnar hjálpað fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum við að ná betri árangri í markaðsmálum í gegnum netmiðla. Meðal þessara fyrirtækja eru CCP games, Nox Medical, Meniga, Blue lagoon og Arion banki.

Birkir Árnason hefur aðstoðað fjölbreyttan hóp fyrirtækja í markaðsmálum síðastliðin fimm ár með sérstaka áherslu á gagnamiðaða markaðssetningu og mælingar.

Digido teymið hefur haldið yfir 100 námskeið í markaðssetningu.

Aðrar upplýsingar

Námskeiðið er tveir dagar en kennt er í þrjá tíma í senn.

Stéttarfélög veita allt að 90% styrk af námskeiðisgjaldi.

Frekari upplýsingar veitir Andri Már í síma 864-4282 eða andri@digido.is.