Scroll

4. og 5. maí 2023, kl. 9 - 12

Staðsetning : Borgartúni 29, 2. hæð

Verð: 49.900 kr.

Facebook Ads (stað- og fjarkennsla)

Á þessu tveggja daga námskeiði verður fjallað um auglýsingakerfi Facebook og Instagram, Facebook Business Manager, allt frá strategíu, efnisvinnslu, gerð auglýsinga, uppsetningu herferða til mælinga. Farið verður yfir grunnþætti þessa tóls og þátttakendum kennt að setja upp og reka herferðir ásamt því að mæla árangur þeirra.

Námskeiðið verður líka í boði á  fjarkennsluformi fyrir þá sem það vilja. Þar skrá þátttakendur sig inn í gegnum Zoom fjarfundabúnaðinn og fer kennsla og umræður fram þar. Þátttakendur fá upptöku senda af námskeiðinu. Vinsamlegast takið fram undir „Frekari upplýsingar“ ef þið viljið koma á fjarnámskeið frekar.

Á námskeiðinu munu þátttakendur læra

  • Uppsetningu, strúktúr og rekstur herferða í Facebook Business Manager
  • Virkni og uppsetningu á Facebook Pixel
  • Hvers konar efni er líklegast til árangurs á mismunandi miðlum
  • Miðunarmöguleika (e. targeting)
  • Að meta árangur herferða

Unnin verða verkefni þar sem farið verður inn í tólið og herferðir unnar.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er tilvalið fyrir markaðsfólk, vefstjóra, fyrirtækjaeigendur, frumkvöðla og þá sem langar að taka sín fyrstu skref í Facebook Business Manager.

Umsagnir frá þátttakendum

„Góð yfirferð hjá Arnari. Opinn fyrir spurningum og einstaklega fagmannlegur í að svara þeim með því að útskýra og taka sýnidæmi. Frábært námskeið!“
„Miðað við hversu flókið kerfið er sem slíkt þá kom kennarinn helstu efnistökum vel til skila og fór yfir það mikilvægasta svo nemendurnir geti hámarkað þekkingu og færni á kerfið.“
„Lítill og góður hópur. Afslappað andrúmsloft. Persónuleg nálgun og aðstoð.“
„Einfalt og árangursríkt. Hlakka til að byrja að búa til herferðir“

Um kennarann

Arnar Gísli Hinriksson hefur yfir 10 ára reynslu af markaðsmálum og þá fyrst og fremst á netinu. Árin 2010-2012 starfaði hann sjálfstætt fyrir smærri fyrirtæki í að finna sér stað á netinu bæði með því að smíða eigin vefi og í auglýsingalausnum þess tíma. Frá 2012 hefur Arnar hjálpað fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum við að ná betri árangri í markaðsmálum gegnum netmiðla. Meðal þessara fyrirtækja eru CCP games, Nox Medical, Meniga, Blue lagoon og Arion banki.

Aðrar upplýsingar

Námskeiðið er tveir dagar en kennt er í þrjá tíma í senn.

Stéttarfélög veita allt að 90% styrk af námskeiðisgjaldi.

Frekari upplýsingar veitir Andri Már í síma 864-4282 eða andri@digido.is.