Árangursríkari innlendir miðlar
Við hjálpum fyrirtækjum að ná árangri með markvissum auglýsingaherferðum í öllum helstu innlendu miðlum. Með gagnadrifinni nálgun og öflugum birtingaplönum tryggjum við að herferðir skili hámarksáhrifum – á réttum tíma og fyrir réttan markhóp.
Ný nálgun í innlendum miðlum
gögn & samhæfing við stafrænar birtingar
Við sjáum um alla þætti ferlisins: birtingaplön, uppsetningu, miðlaval, samskipti við miðla, eftirfylgni og árangursmælingar – og tengjum herferðir við stafrænar birtingar til að tryggja samræmd skilaboð og betri nýtingu markaðsfjár.
Gagnsæ gjaldtaka og ábyrgð gagnvart viðskiptavinum
Digido þiggur ekki þjónustulaun eða afslætti frá innlendum miðlum eins og tíðkast víða. Við semjum um bestu kjör fyrir okkar viðskiptavini og sá afsláttur sem myndast – t.d. fyrir stærri kaup eða langtímasamninga – fer óskertur til viðskiptavinarins.
Við vinnum eingöngu út frá föstum, gagnsæjum samningum, þar sem öll gjöld og þjónusta eru skýr frá upphafi. Þetta tryggir traust, gagnsærra samstarf og hagsmunir viðskiptavina eru alltaf hafðir að leiðarljósi við val á miðlum.
Heildstætt birtingaplan
Við mótum birtingaplön sem byggja á gögnum og markmiðum viðskiptavinarins. Við tryggjum að auglýsingarnar nái sem mestum áhrifum – í samhengi við aðra miðla og auglýsingaaðgerðir.
Fjölmiðlamiðun á Íslandi
Við vinnum með öllum helstu innlendum miðlum, m.a.:
Umhverfismiðlum (t.d. skjáir í Strætó, verslunum, flugstöðvum)
Vefmiðlum (t.d. Vísir, Mbl, DV, Fréttablaðið o.fl.)
Prentmiðlum
Útvarpsstöðvum
Sjónvarpsstöðvum
Við aðstoðum bæði við val á miðlum og útfærslu birtinga.
Mælanleiki og árangursgreining
Við leggjum ríka áherslu á að mæla og besta allar birtingar. Með mælaborðunum okkar færðu skýra innsýn í árangur.
Birtinga- og heimsóknartölur
PPM mælingar á ljósvakamiðlum
Heimsóknir og viðbrögð á vef
Kaup- eða bókunarhlutfall (e. conversions)
Fínstilling og eftirfylgni
Við fylgjum herferðunum eftir – og fínstillum þær í rauntíma. Með reglulegri greiningu og endurgjöf tryggjum við að fjármagnið nýtist sem best. Við stöndum við ábyrgðina – allt frá byrjun til loka.
Tenging við stafrænar birtingar
Við tryggjum að innlendar og stafrænar birtingar vinni saman að sameiginlegum markmiðum. Þannig fær markhópurinn skýr, samhangandi skilaboð í gegnum öll snertifleti – og árangurinn margfaldast.
Digido hjálpar þér að taka upplýstar ákvarðanir sem skila auknum árangri