Stafrænar birtingar
Við sérhæfum okkur í Google Ads, Meta Ads, TikTok o.fl. til að ná markhópnum á netinu—með skýrri miðun, skapandi útfærslum og mælanlegum niðurstöðum.
Hvernig við nálgumst stafrænar birtingar
Greining & stefnumótun
Við byrjum á gögnunum. Við greinum markhópa, fyrri árangur, hegðun og markmið – áður en við mótum stafrænt birtingaplan sem nýtir réttu miðlana fyrir hvert markmið.
Ákvarðanir byggðar á gögnum
Við byggjum miðlun, auglýsingaefni og tímasetningar á mælingum og gögnum en ekki tilfinningum. Við prófum mismunandi útfærslur (A/B testing), nýtum forgögn (e. First-party) og lærum hvað virkar.
Mælingar & endurgjöf
Við fylgjum öllum herferðum í rauntíma og gerum reglulegar aðlaganir til að hámarka árangur. Þú færð aðgang að skýrum mælaborðum og reglulegri innsýn – svo þú veist alltaf hvað virkar og hvers vegna.
Gagnsæi & eignarhald
Auglýsingareikningar eru í þinni eigu og þú hefur fullan aðgang að öllum herferðum, kostnaði og gögnum, alltaf.
Digido hjálpar þér að taka upplýstar ákvarðanir sem skila auknum árangri