Leitarvélabestun
Nútímaleg SEO nálgun með áherslu á notendahegðun og gervigreindarvæna efnisuppbyggingu.
Góð leitarvélabestun snýst ekki lengur eingöngu um leitarorð og hlekki; innihald, tæknileg uppbygging og reynsla notandans vega sífellt þyngra. Við nýtum gögn, greiningarhugbúnað, hitakort og rannsóknir til að móta stefnu sem tryggir sýnileika og samkeppnishæfni til framtíðar.
Hvað felst í leitarvélabestun og vefbestun?
Innihald þjónustunnar:
Strategía og greining
Tæknileg vefbestun (Technical SEO)
Leitarorðagreining
Gervigreindarbestun (AI SEO)
Mælingar og vöktun
Strategía og greining
Við byrjum á að skilja markmið, markhóp, samkeppnisaðila og notendaflæði á vefnum. Við skoðum hvernig fólk finnur vöruna þína, hvað það gerir á vefnum – og hvar það dettur út.
Tæknileg vefbestun
(Technical SEO)
Við viljum besta eftirfarandi:
Uppbyggingu veftrés
Mobile-first hönnun
Indexation á leitarvélum
Uppsetningu á haus (meta, schema, hreinum vefslóðum)
Tæknilegir áfangar á síðu (on-page)
Canonical tögg & duplicate efni/síður
Leitarorðagreining: Efni og innihald
Við mótum efni sem nýtist bæði fólki og leitarvélum – með áherslu á að skila gildi, byggja traust og ná sýnileika á lykilþrepum notandaferðarinnar:
Innihald (Topic Clusters)
Við byggjum efni í kringum þemu og leitum að leiðum til að svara algengum og sértækum spurningum af nákvæmni.E-A-T nálgun
Við leggjum áherslu á að efnið sýni fagþekkingu (Expertise), trúverðugleika (Authoritativeness) og áreiðanleika (Trust) – lykilþætti í því að fá traust leitarvéla - og gervigreindarvéla.Aðlagað að gervigreindardrifnum leitarvélum
Við þróum efni sem hefur skýr tilgang, uppbyggingu og samhengi – þannig að það standi sterkt gagnvart nýrri kynslóð leitarvéla sem nýta gervigreind til að velja „svarið“.
Gervigreindarbestun (AI SEO)
Við fylgjumst náið með þróun í leitarvélabestun og hvernig gervigreindin hefur haft áhrif á aðferðir við útfærslu efnis á vefnum. Gervigreindin leggur áherslu á að búa til efni sem svarar spurningum með samhengi og tilgangi – þannig að það birtist beint í gervigreindardrifnum niðurstöðum, eins og AI svörum og samtalsviðmótum.
Við vinnum með strúktúr, context og hreinan tilgang í öllu efni – til að hjálpa til við að lenda í „svörunarkerfum“ (answer boxes, AI snippets, o.fl.).

Mælingar og vöktun
Við fylgjum stöðu vefsins með:
Google Search Console og GA4
Stöðu leitarorða og vefs í SEMrush og Screaming frog
AI Brand tól
Greiningu á notendaferlum með verkfærum eins og Hotjar, Clarity eða GA4 events
Digido hjálpar þér að taka upplýstar ákvarðanir sem skila auknum árangri