Árangursbirtingar

Gagnadrifin nálgun til að hámarka árangur í fjölbreyttu miðlaumhverfi. Miðlaumhverfið hefur aldrei verið jafn fjölbreytt og flókið; við tryggjum að hver birting—á samfélagsmiðlum, leitarvélum eða hefðbundnum miðlum—skili mælanlegum árangri.

Stafrænar birtingar

Við sérhæfum okkur í

  • Google

  • Meta

  • TikTok

  • LinkedIn

  • Reddit

og fleiri stafrænum miðlum til að ná markhópnum á netinu—með skýrri miðun, skapandi útfærslum og mælanlegum niðurstöðum.

Innlendar Birtingar

Ný nálgun í innlendum miðlum: gögn, skýr ábyrgð og tenging við stafrænar birtingar—heildstætt birtingaplan, fjölmiðlamiðun á Íslandi, mælanleiki, fínstilling og eftirfylgni.

Við birtum markvisst á

  • prentmiðlum

  • sjónvarpi

  • umhverfismiðlum

  • útvarpi

  • vefmiðlum

á Íslandi til að hámarka umfang og árangur.

Hvernig við nálgumst birtingar

Greining & stefnumótun

Hver herferð byrjar á gagnagreiningu—við skilgreinum markhópa, markmið, miðla og aðstæður áður en stefna er mótuð.

Ákvarðanir byggðar á gögnum

Miðlun, útfærsla og tímasetningar teknar út frá mælingum—ekki tilfinningum.

Mælingar & endurgjöf

Rauntímavöktun og stöðugar fínstillingar til að hámarka árangur.

Gagnsæi & eignarhald

Engin þjónustulaun/magn­afsláttur hjá okkur; reikningar í eigu viðskiptavinar og fullur aðgangur að herferðum, mælingum og kostnaði.

Samhæfing við aðrar birtingar

Við tengjum Google Ads og aðrar stafrænar herferðir við innlendar birtingar til að mynda samfelldar og áhrifaríkar herferðir yfir alla snertifleti.

Allt undir sama hatti – mælanlegt og skiljanlegt

Við vinnum með skýrum verkferlum, reglulegri samantekt og mælaborðum sem tryggja gagnsæi og framgang—þjónusturnar styðja hvor aðra svo vefurinn vinni fyrir þig.

Tölum saman

Tölum saman

Tölum saman

Digido hjálpar þér að taka upplýstar ákvarðanir sem skila auknum árangri