Vefstýring & Vefráðgjöf
Árangursríkur vefur leiðir notandann áfram, svarar spurningum og hvetur til aðgerða. Við hjálpum til við að byggja vef sem skilar tilgangi (sýnilegan, skipulagðan, lifandi og markmiðadrifinn) með þjónustu í leitarvélabestun, efnisgerð og vefstjórn sem vinna saman til að láta vefinn og stafrænt fótspor vaxa.
Við tengjum saman gögn, innihald og aðgerðir til að hámarka bæði notendaupplifun og árangur í leitarniðurstöðum.
Leitarvélabestun og vefbestun
Nútímaleg SEO nálgun með áherslu á notendahegðun og gervigreindarvæna uppbyggingu—stefna sem horfir fram á við, með greiningu á hegðun og tækifærum svo vefurinn vinni fyrir markmið fyrirtækisins.
Helstu þættir
Tæknilegt SEO
Notendaferli og greining
Gervigreindarvænt efni og svörunarform
Árangursmiðuð vöktun og tillögur
Efnisgerð fyrir fólk, leitarvélar og gervigreind
Efni sem skapar traust, svarar spurningum og birtist í leitarniðurstöðum—skipulagt út frá tilgangi, samhengi og stöðu í ferðalagi notandans, byggt á nútímalegum SEO og AI SEO stöðlum.
Efnisgerðir sem við vinnum með
Bloggfærslur og greinar
Þjónustu-/vöru-/lendingarsíður
Þýðingar og staðfærslur með SEO í huga
Skipulag efnis í topic clusters og veftré.
Vefstjórn
Fagleg umsjón með vefnum—frá uppsetningu til umbóta. Dagleg umsjón, efnisinnsetning, skipulag, tæknilegt viðhald og reglulegar umbætur sem sameina tæknilega virkni, viðbragðsflýti og stefnumiðað skipulag.
Hvað felst í vefstjórn
Efnisinnsetning og flokkun
Lagfæringar, hraðamál, SEO-taggar og tæknileg atriði
Tillögur að umbótum byggðar á mælingum
Samvinna við markaðs- og söluteymi í gegnum verkefnastýringu.
Allt undir sama hatti – mælanlegt og skiljanlegt
Við vinnum með skýrum verkferlum, reglulegri samantekt og mælaborðum sem tryggja gagnsæi og framgang—þjónusturnar styðja hvor aðra svo vefurinn vinni fyrir þig.
Digido hjálpar þér að taka upplýstar ákvarðanir sem skila auknum árangri