Póstlistar, sjálfvirkni og gagnadrifin tengslamyndun.

Við hjálpum fyrirtækjum að nýta tölvupósta og CRM-kerfi til að byggja upp sambönd, auka endurkomu og hámarka virði viðskiptavina.

Þjónustan felur í sér bæði stefnumótun og framkvæmd

Stefna og þarfagreining

Við greinum núverandi stöðu, lista, sendingar og sjálfvirkni – og mótum skýra stefnu byggða á gögnum, markmiðum og tækifærum.

Hönnun & uppsetning póstflæða

Við mótum sérsniðin email-flæði (e. workflow) eftir ferðalagi viðskiptavina

Flokkun viðskiptavina (e. segmentation)

Við byggjum upp skýrt flokkunarkerfi og tengjum það við hegðun og áhuga – þannig að hver viðtakandi fái viðeigandi skilaboð á réttum tíma.

Efnisgerð & útlit

Við hönnum póstana sjálfa: útlit, texta, myndefni – allt í takt við vörumerki og tilgang.

Greining og bestun

Við mælum opnanir, smellihlutfall, umbreytingar og afskráningar – og prófum útfærslur með A/B-prófunum, tíma- og rásarprófunum.

Tengingar & samþætting

Við hjálpum við að tengja póstkerfi við vef, netverslun, CRM eða auglýsingakerfi (t.d. Meta, Google) til að virkja gögn betur og byggja sjálfvirka tengingu við söluleiðslur.

Uppsetning og innleiðing kerfa

Við sjáum um alla tæknilega uppsetningu og innleiðingu á CRM- og email-kerfum – allt frá vali á kerfi og samþættingu við vef og sölukerfi til gagnaflutnings, stillinga og prófana. Markmiðið er að tryggja að kerfin styðji við markaðs- og sölustarf frá fyrsta degi.

Allt undir sama hatti – mælanlegt og skiljanlegt

Við vinnum með skýrum verkferlum, reglulegri samantekt og mælaborðum sem tryggja gagnsæi og framgang—þjónusturnar styðja hvor aðra svo vefurinn vinni fyrir þig.

Tölum saman

Tölum saman

Tölum saman

Digido hjálpar þér að taka upplýstar ákvarðanir sem skila auknum árangri