Samfélagsmiðla-stýring
Markviss nálgun, skapandi efni og stöðug stýring sem skilar árangri á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar eru ein af lykilrásunum; við hjálpum fyrirtækjum að ná árangri með stýringu, fjölbreyttri efnisgerð og reglulegum birtingum—allt frá stefnumótun til framleiðslu.
Stefna & þarfagreining
Árangursrík viðvera byrjar á skýrri stefnu byggðri á gögnum og markmiðum. Við greinum markhóp, samkeppni, rásaval og skilgreinum KPI; niðurstaðan er framkvæmdaáætlun sem verður grunnur stýringar, kostunar og efnissköpunar.
Stýring samfélagsmiðla (dagleg umsjón)
Við sjáum um daglegan rekstur: birtingaáætlun, tímasetningar, innsetningu efnis, eftirfylgni og greiningu—allt samkvæmt plani unnu fram í tímann. Mælingar á lykiltölum (reach, engagement, views, clicks) og markvissar umbótatillögur tryggja stöðugan vöxt.
Efnisgerð & framleiðsla
Efnið er hjartað: við búum til myndir, myndbönd, texta og hreyfigrafík sem henta miðlum og markhópum (Reels, Stories, TikTok, karúsellur o.fl.). Við prófum form, myndefni og orðalag (A/B) til að hámarka virkni.
Kostun efnis
Við hámörkum sýnileika, þátttöku og árangur með vel útfærðri kostun á Meta, TikTok, LinkedIn o.fl.—með miðun, prófunum og mælingum.
Allt undir sama hatti – mælanlegt og skiljanlegt
Við vinnum með skýrum verkferlum, reglulegri samantekt og mælaborðum sem tryggja gagnsæi og framgang—þjónusturnar styðja hvor aðra svo vefurinn vinni fyrir þig.
Digido hjálpar þér að taka upplýstar ákvarðanir sem skila auknum árangri